Bananabrauð

fyrir

4

Eldunartími

45 mín.

Undirbúa

5 mín.

Samtals:

50 mín.

Bananabrauð

Innihald:

2 þroskaðir bananar

50 g smjör

2 egg

2 dl sykur

3 dl hveiti

1/2 dl mjólk

2 tsk lyftiduft

2 tsk vanillusykur

1 tsk kanill

Leiðbeiningar

Aðferð

1

Hitið ofninn í 175°.

2

Bræðið smjörið og látið kólna aðeins.

3

Hrærið egg og sykur þar til létt og ljóst.

4

Bætið hveiti, lyftidufti, vanillusykri og kanil í deigið og blandið vel.

5

Bætið smjöri, stöppuðum banönum og mjólk í deigið og blandið vel.

6

Setjið deigið í smurt brauðform og bakið í 40-50 mínútur.

Vörur í uppskrift
Líklega til heima

Til að skoða vörur í Snjallverslun