Reglur og skilmálar gjafakorts

Gjafakortið er til greiðslu á vörum og þjónustu hjá verslunum Krónunnar sem rekin er af Krónan ehf. kt. 711298-2239. Kortin eru einkennd Gjafakort Krónunnar og eru eign Krónan ehf. og gefin út í samstarfi við Landsbankann hf., hér eftir nefndir útgefendur.

Handhafi kortsins getur stöðvað notkun þess og innkallað á hefðbundnum skrifstofutíma með því að hringja þjónustuver Landsbankans í síma 410 4000 eða sent tölvupóst á netfangið gjafakort@kronan.is

Kortið er einungis unnt að nota með lestri upplýsinga af segulrönd þess á rafrænan hátt. Þess vegna er óheimilt að gefa upp númer kortsins til greiðslu án rafrænnar notkunar þess. Kortið gildir því ekki til greiðslu símleiðis eða bréflega. Kortið er verðmæti, sem skal gæta eins og peninga. Þetta eru handhafakort og týnt kort er tapað fé.

Handhafi kortsins ber ábyrgð á öllum greiðslum sem verða vegna notkunar gjafakortsins. Útgefendur kortsins eru ekki ábyrgir fyrir tjóni, sem verður vegna lagaboða, aðgerða stjórnvalda, verkfalls, verkbanns, eða annarra slíkra aðstæðna, rafmagnstruflana eða rafmagnsleysis, né vegna truflana í símkerfi eða öðrum boðleiðum eða samgöngum.

Útgefendur kortsins eru ekki ábyrgir fyrir tjóni né óhagræði, sem verður vegna þess að móttöku er hafnað sem greiðslu hjá söluaðila. Sérhver ágreiningur eða tjón vegna kaupa á vöru eða þjónustu, sem greidd er með kortinu, er útgefanda þess algerlega óviðkomandi og án ábyrgðar fyrir hann.

Innistæða gjafakortanna fyrnist ef ekki er tekið útaf kortinu í 2 ár frá útgáfu þess, sé kortið ekki hreyft í eitt ár eftir notkun þess áskilur Krónan ehf. sér réttar um að tæma kortið.

Krónan ehf. endurgreiðir ekki upphæðir sem eru greiddar inn á gjafakort né kostnað við sendingu og pökkun.

Innistæða og greiðslur með gjafakortinu koma fram á reikningsyfirliti sem birtist á vefsíðu Krónunnar.

Krónu karfan

© 2024

-

Krónan

-

Kt. 711298 2239

-

Skrifstofa Krónunnar

-

Sími: 585 7000

-

Dalvegur 10-14

-

201 Kópavogur