Hátíðlegt grasker

fyrir

4

Eldunartími

60 mín.

Undirbúa

20 mín.

Samtals:

80 mín.

Hátíðlegt grasker

Innihald:

• Meðalstórt butternut grasker

• 1 bolli soðin hrísgrjón

• 1 bolli soðnar brúnar linsur (gott að sjóða upp úr sveppakrafti)

• 1 stilkur sellerí

• 6 litlir sveppir

• 2 litlir skallotlaukar

• 2 hvítlauksgeirar

• 2-3 greinar ferskt timían

• salt og pipar

• 1 dl valhnetur

• 1/2 dl trönuber

• 1 dl brauðrasp

• 1/2 dl vatn

Leiðbeiningar

Aðferð

Ótrúlega gómsætt fyllt butternut graskeri með hátíðlegri linsubaunafyllingu sem inniheldur auk linsubauna, villt hrísgrjón, ferskt tímían, grænmeti, trönuber og valhnetur. Þessi réttur er hátíðlegur og passar því fullkomlega fyrir páskana. Hann má bera fram með helsta hátíðarmeðlæti

1

Hitið ofnin á 200°C og notist við blástur (180°C með undir- og yfirhita)

2

Byrjið á því að sjóða hrísgrjón og linsubaunirnar.

3

Skerið endana af graskerinu sitthvoru meginn og graskerið síðan í tvennt.

4

Skerið innan úr því svo það sé hollt að innan en hafið frekar þykkan kannt allan hringin.

4

Saxið niður skallotlauk, hvítlauk, sellerí og sveppi og steikið á pönnu í nokkrar mínútur eða þar til grænmetið mýkist vel.

5

Bætið út í smátt söxuðum trönuberjum, timíani og valhnetum ásamt hrísgrjónum, linsubaunum og steikið áfram í 4-5 mínútur á meðalhita.

6

Bætið brauðraspi og vatni út í og hrærið vel saman.

7

Fyllið báða helmingja af graskerinu mjög vel og pressið vel niður.

8

Lokið graskerinu og bindið það saman með vel blautu snæri eða pakkið því inn í álpappír svo það haldist vel saman

9

Bakið í miðjum ofni í 60 mínútur.

Vörur í uppskrift