
fyrir
2
Eldunartími
10 mín.
Undirbúa
30 mín.
Samtals:
40 mín.
Innihald:
6-800 g íslenskt blómkál
Salt
2 msk furuhnetur
4 msk ólífuolía
1 msk balsamedik
Nýmalaður pipar
6 msk rúsínur
Nokkur basilíkublöð
Leiðbeiningar
Í samstarfi við Sölufélag garðyrkjumanna - www.islenskt.is
Blómkálið snyrt, skipt í kvisti og soðið í saltvatni í 4-5 mínútur, eða þar til það er rétt meyrt.
Á meðan eru furuhneturnar ristaðar á þurri pönnu þar til þær eru rétt farnar að taka lit.
Olía, balsamedik, pipar og svolítið salt þeytt saman í skál og rúsínunum hrært saman við.
Blómkálinu hellt í sigti og látið renna vel af því og síðan er því hvolft í skálina og blandað vel.
Rúsínum og furuhnetum blandað saman við og látið standa smástund.
Að lokum er basilíkunni blandað saman við. Þetta er gott bæði volgt og kalt, eitt sér eða sem meðlæti með steiktu eða grilluðu kjöti.

Blómkál
ca. 700 gr. - 699 kr. / kg. - 489 kr. Stk.

Til hamingju fu ...
70 gr. - 545 kr. Stk.

Jamie Oliver ba ...
250 ml. - 569 kr. Stk.

First Price rúsínur
250 gr. - 199 kr. Stk.

Salina gróft salt
880 gr. - 169 kr. Stk.

Jamie Oliver ev ...
500 ml. - 1.269 kr. Stk.

Prima svartur p ...
35 gr. - 360 kr. Stk.
Samtals: