Sælkerabúðin
Krónan og Sælkerabúðin hafa sameinað krafta sína með það að markmiði að gera vönduð sælkeragæði aðgengileg fleiri heimilum um allt land. Sælkerabúðin var stofnuð árið 2020 af meistarakokkunum Hinriki Lárussyni og Viktori Erni Andréssyni, sem búa yfir sterkum bakgrunni í íslenskri matarmenningu og keppniseldamennsku. Frá upphafi hefur Sælkerabúðin lagt ríka áherslu á fyrsta flokks hráefni, vandaðar uppskriftir og mat sem sameinar fólk við borðið.
Í boði er fjölbreytt úrval forpakkaðra rétta og meðlætis, þar á meðal nauta- og lambasteikur, forréttir, súpur og sósur, sem allt er þróað með gæði, bragð og einfaldleika í huga. Vörur frá Sælkerabúðinni eru nú fáanlegar í Snjallverslun Krónunnar og völdum verslunum Krónunnar á höfuðborgarsvæðinu, auk verslana á Selfossi, Akranesi, Akureyri, Reyðarfirði og í Reykjanesbæ.
© 2025 - Krónan
Kt. 711298 2239
Skrifstofa Krónunnar
Sími: 585 7000
Dalvegur 10-14
201 Kópavogur
kronan@kronan.is
