Síðasti séns

Minni matarsóun

Eitt mikilvægasta verkefnið okkar er að lágmarka alla matarsóun. Við hendum ekki neysluhæfum mat og því seljum við vörur sem eru komnar „á síðasta séns“ á lægra verði í „Síðasta séns” prógramminu okkar. Ef varan selst heldur ekki á lægra verði bjóðum við viðskiptavinum okkar hana frítt. Það er svo ekki fyrr en varan er orðin óneysluhæf að hún er flokkuð í lífrænan úrgang.

Við hvetjum viðskiptavini til að nýta grænmetið í naglasúpu og þreytta banana í bananabrauð – enda vitum við að þó bananinn virðist þreyttur að utan, er hann enn sætur að innan. Með þessum aðgerðum dróst matarsóun í verslunum okkar saman um rúmlega helming fyrsta árið.

Hvað er síðasti séns?

Síðasti séns er verkefni sem miðar að því að draga úr matarsóun. Við bjóðum vörur á lækkuðu verði í verslunum okkar:

  • ef vörur eiga eftir stuttan líftíma,

  • ef umbúðir vara eru skemmdar,

  • ef vörur eru að hætta í úrvali,

  • ef vörur eru komnar yfir síðasta sölu- eða neysludag en eru þó nýtanlegar.

Þannig færð þú vörur á góðu verði og við hendum minna.

Hvar finn ég vörur á síðasta séns?

Vörur á síðasta séns eru í öllum verslunum okkar. Athugaðu þó að vöruúrval er mismunandi eftir verslunum og dögum.

Hversu mikill er afslátturinn?

Afslátturinn er breytilegur, allt frá 25% upp í 50%. Einnig seljum við ávexti og grænmeti sem er orðið þreytt, í magni á 99 krónur.

Krónu karfan

© 2024

-

Krónan

-

Kt. 711298 2239

-

Skrifstofa Krónunnar

-

Sími: 585 7000

-

Dalvegur 10-14

-

201 Kópavogur