Fallback alt

Hönnunarmars er uppskeruhátíð íslenskrar hönnunar og mikilvægur hlekkur í íslensku menningarlífi. Krónan tekur þátt á Hönnunarmars með tvennskonar hætti í ár. Krónan frumsýnir tvö samstörf, annað með Meltu hringrásarlausnum og hitt með hönnunardeild Listaháskóla Íslands.

Moldamín

Moldamín

Krónan hefur nýtt samstarf með Meltu og Brandenburg á Hönnunarmars þar sem hönnunarvaran Moldamín er kynnt til leiks.  Varan er óvenjuleg því um er að ræða næringarríkan jarðvegsbæti fyrir plöntur sem framleiddur er eingöngu úr þreyttum ávöxtum og grænmeti frá Krónunni sem annars hefðu endað í lífrænum úrgangi.

Melta teymið

Melta

Melta einblína á hringrásarlausnir fyrir meðferð úrgangs og breyta því sem áður var úrgangur í auðlindir. Markmið Meltu er að auðvelda fólki flokkun og með gerjun útbúa gróðuráburð úr matarleifum. Áburðurinn virkar sem heilbrigt og næringarríkt bætiefni fyrir jarðveginn.

Fruitful Futures

Fruitful Futures

Samstarf með Listaháskóla Íslands hófst í fyrra haust en Krónan var aðalviðfangsefni tveggja áfanga í hönnunardeild LHÍ, 2. árs vöruhönnunarnema og 1. árs meistaranema í Hönnun og ný umhverfi. Í verkefnum nemenda var lögð áhersla á matvælakerfið, kerfislægar breytingar og getgátur inn í framtíðina. Verkefni nemenda eru frumsýnd á hönnunarsýningunni Fruitful Futures í Krónunni Granda á meðan Hönnunarmars stendur yfir.

Krónu karfan

© 2024

-

Krónan

-

Kt. 711298 2239

-

Skrifstofa Krónunnar

-

Sími: 585 7000

-

Dalvegur 10-14

-

201 Kópavogur